Bátavélar

Bátavélar

Bátavélar frá Volvo Penta eru í ótvíræðri forystu þegar kemur að vali á bátavélum og skipavélum. Breið lína bátavéla sem henta margvíslegum gerðum og stærðum báta tryggir hagkvæmasta valið og heildarlausnir samkvæmt þörfum notenda. Veltir tryggir auk þess með öflugu þjónustuneti nauðsynlega þjónustu hér á landi með alhliða verkstæðis- og varahlutaþjónustu fyrir Volvo Penta bátavélar. Vertu meðal þeirra bestu. Veldu Volvo Penta bátavélar hjá Velti.

Bátavélar frá Volvo Penta eru til í miklu úrvali

Bátavélarnar frá Volvo Penta eru til með mismunandi skrúfubúnaði m.a. Volvo Penta með hældrifi, Volvo Penta IPS og Volvo Penta gírvélar. Úfærslurnar frá Volvo Penta eru síðan margar eftir rúmtaki, hestöflum og álagi (rating) og heita Volvo Penta D1, Volvo Penta D2, Volvo Penta D3, Volvo Penta D4, Volvo Penta D5, Volvo Penta D6, Volvo Penta D7, Volvo Penta D9, Volvo Penta D11, Volvo Penta D13 og Volvo Penta D16.

Uppítaka á eldri Volvo Penta bátavélum upp í nýja

Ný þjónusta sem Veltir býður er uppítaka á eldri Volvo Penta bátavél upp í kaup á nýrri Volvo Penta bátavél. Kynntu þér hversu einfalt er að setja eldri bátavél upp í kaup á nýrri.

Niðursetning bátavéla

Vélaverkstæði Veltis býður öllum kaupendum Volvo Penta bátavéla niðursetningu á vélinni. Kynntu þér niðursetningartilboð Veltis.

Í upphafi var það Pentaverken

Vissir þú að Penta hét upphaflega Pentaverken, sem rætur á að rekja allt aftur til ársins 1868, er forveri þess, Sköfde Gjuteri och Mekaniska Verkstad, fékkst við framleiðslu potta og panna af ýmsum stærðum og gerðum auk þreskivéla. Uppúr aldmótum var fyrirtækið beðið að búa til vél sem skyldi ganga fyrir steinolíu. Fékk vélin nafnið Penta B1. Þess má geta að Penta þýðir 5 á grísku. Uppúr þessu hóf fyrirtækið framleiðslu á vélum af ýmsum gerðum, bæði fyrir báta og bíla og árið 1919 var nafni þess breytt í AB Pentaverken. Fyrirtækið var þá orðið umfangsmikill framleiðandi véla.

Árið 1925 barst Pentaverken fyrsta vélapöntun frá Volvo, nýlega stofnuðu fyrirtæki á sviði bílaframleiðslu í Gautaborg. Þau viðskipti áttu eftir að marka vatnaskil í rekstri Pentaverken því Volvo varð fljótlega einn mikilvægasti viðskiptavinurinn. Tíu árum síðar, eða 1935, keypti Volvo fyrirtækið og stofnaði nýtt um framleiðslu bílvélanna. Það fyrirtæki fékk nafnið Volvo Pentaverken. Framleiðslu annarra vélagerða Pentaverken sem ekki voru ætlaðar bílum, flutti Volvo til Gautaborgar, þar sem Pentaverken hélt áfram þeirri framleiðslu. Árið 1965 fékk fyrirtækið á ný nýtt nafn, nú Volvo Penta.

Í fararbroddi í bátavélaþróun

Í lok sjötta áratugarins hafði Penta skapað sér algera sérstöðu í þróun og framleiðslu bátavéla og var fyrirtækið leiðandi á sínu sviði um allan hinn vestræna heim. Volvo Penta hefur æ síðan haldið leiðtogasæti sínu á markaðnum og nýjungar fyrirtækisins vekja ávallt mikla athygli.

Volvo Penta á Íslandi

Fyrstu Volvo Penta vélarnar komu hingað til lands uppúr 1930, eða strax eftir að Pentaverken hafði komið sér fyrir í Gautaborg. Fyrirtækið Sveinn Björnsson og Ásgeirsson, sem stofnað var árið 1940, hafði fyrst með höndum umboðið fyrir Volvo Penta. Á árinu 1960 var rekstri fyrirtækisins breytt og fyrirtækið Gunnar Ásgeirsson, sem síðar varð Veltir, tók við umboðinu. Brimborg tók síðan við umboðinu fyrir Volvo Penta á Íslandi árið 1988.

Árangur sem tekið er eftir

Volvo Penta framleiðir vélar fyrir hvers konar tegundir og stærðir útgerðarbáta og skemmtibáta. Sú breiða framleiðslulína sem Volvo Penta hefur á boðstólum gerir að verkum að fyrirtækið getur uppfyllt afar ólíkar þarfir viðskiptavina sinna. Fjölbreytni í framleiðslu, áreiðanleiki og rekstrarhagkvæmni hafa viðhaldið þeim gæðastimpli sem markaðurinn hefur gefið Pentavélunum og má sem dæmi nefna tvenn eftirsóknarverð veðlaun sem bátavélin Volvo Penta IPS hlaut á síðasta ári. Annars vegar hlaut hún verðlaun sem The Best Technological Innovation Trophy á alþjóðlegu bátasýningunni í Genúa á Ítalíu, sem veitt eru fyrir bestu tæknina, og hins vegar valdi hið virta bandaríska tímarit Popular Science þessa sömu vél sem eina af 100 merkustu framleiðsluvörum ársins og skipaði vélin efsta sæti tímaritsins í flokki Bestu tæknilegu endurnýjunganna.

Kynntu þér líka notaðar bátavélar til sölu hjá Velti.

Hafðu samband við Volvo Penta sérfræðinga okkar með því að hringja í síma 510 9114 eða sendu okkur fyrirspurn eða komdu til okkar í Hádegismóa 8, 110 Reykjavík. Í framhaldi af tæknilegri ráðgjöf gerum við þér tilboð um verð og afhendingartíma.

Alltaf heitt á könnunni.