Volvo Penta IPS

Volvo Penta IPS

Volvo Penta IPS búnaðurinn frá Volvo Penta (Inboard Performance System) er skrúfubúnaður sem er með sambyggðum gír og tveggja skrúfu drifi. Ávinningurinn umfram hefðbundinn skrúfubúnað er margvíslegur með IPS. Volvo Penta IPS kerfin ollu byltingu þegar þau komu á markað á sínum tíma en kerfið hefur verið í notkun síðan árið 2005 og hafa yfir 10 þúsund kerfi verið seld. Tilkoma kerfisins þýddi gjörbreytt umhverfi, en skrúfur á drifum vísa fram á móti straumi og því er flæði vatns að skrúfum óhindrað. Stýripinni meðfylgjandi IPS kerfi virkar þannig að ef hann er lagður til hliðar þá siglir bátur út á hlið. Ef stjórnandi snýr stýripinna réttsælis þá snýst báturinn réttsælis.

Meiri nýting á plássi

IPS útfærslan tekur minna pláss um borð. Við það sparast mikilvægt rými. Minna umfang IPS útfærslunnar hefur þar að leiðandi í för með sér að niðursetning búnaðarins er auðveldari og tekur skemmri tíma.

Meiri ávinningur

Þá er stýrisbúnaður og pústkerfi innbyggt sem leiðir til þess að ekki er þörf á þétti, upphengju og skrúfuöxli. Með IPS tveggja skrúfu kerfinu næst hámarks nýting vélarafls, sem lýsir sér best í meiri ganghraða og minni eldsneytiseyðslu véla. Einnig verður öll meðhöndlun bátsins auðveldari en áður.

Með IPS kerfinu eru hámarksafköst og handhægari aðgerðir á nær öllum sviðum tryggð: eldsneytisnotkun, frammistaða, þægindi, rými um borð, stýrihæfni og uppsetning - allt hefur batnað með tilkomu IPS kerfisins. Með stýripinnanum er öll stjórnun bátsins mun einfaldari en áður og aðgerðir eins að leggjast að bryggju og stjórn við þröngar aðstæður eru auðveldara en áður. Það má því með sanni segja að hlutverk skipstjórans sé orðið aðgengilegra en það var áður.

Bátaframleiðendur ánægðir með IPS kerfið

Flestir stærstu bátaframleiðendur heimsins voru fljótir að tileinka sér nýja skrúfukerfið og IPS er nú að finna í fleiri en 250 bátaútgáfum víðs vegar um heim. Eldri tækni er nú að mestu horfin í mörgum flokkum báta og IPS tekið við. Volvo Penta hefur afhent yfir 10 þúsund IPS kerfið síðan það var sett á markað árið 2005.

Volvo Penta heldur IPS þróuninni áfram

Volvo Penta hefur haldið áfram að þróa IPS kerfið og sífellt fleiri og stærri bátar geta nú nýtt sér IPS kerfið. IPS kerfið var í upphafi kynnt sem tvöfalt kerfi, það er, að hver bátur var búinn tveimur stýrikerfum. Það sýndi sig þó fljótlega að sveigjanleiki kerfisins byði upp á fleiri stýrikerfi, sem þýddi að Volvo Penta getur nú boðið IPS kerfið í báta allt frá 40 fetum.

Volvo Penta vélar með IPS800 vélbúnaði er m.a. í hvalaskoðunarbátnum Rósinni.