Brimborg með Volvo Penta á Icefish 2017 í Smáranum 13.-15. september

Volvo Penta D6 hældrifsvél
Volvo Penta D6 hældrifsvél

Brimborg | Volvo atvinnutækjasvið með Volvo Penta bátavélar verður á sjávarútvegssýningunni Icefish 2017 í Smáranum, Kópavogi 13.-15. september næstkomandi. Við erum spennt að hitta sem flesta á sýningunni og hvetjum þig til að kíkja til okkar á básinn í spjall og í gæðakaffi frá Kaffitár. Framundan eru miklar breytingar hjá Volvo atvinnutækjasviði með það að markmiði að auka þjónustu við viðskiptavini okkar.

Volvo atvinnutækjasvið Brimborgar flytur í nýtt, glæsilegt húsnæði að Hádegismóum 8 um áramót undir nýju nafni VELTIR ehf. Á bás 50 munum við kynna nýtt húsnæði, aukna þjónustu við Volvo Penta eigendur og frábær tilboð á Volvo Penta vélbúnaði og rekstrarvörum.  

Kíktu í spjall og kaffi til okkar á flottan Volvo Penta bás númer 50 á sjávarútvegssýningunni. Frábær tilboð á Volvo Penta vélbúnaði og rekstrarvörum

Heimasíðan sýningarinnar. Smellið hér Icefish2017