Haust tilboð á Volvo Penta vélbúnaði og varahlutum í tengslum við Iceland Fishing EXPO 2016

Mynd af sýningarbás hjá Volvo Penta
Mynd af sýningarbás hjá Volvo Penta

Við bjóðum nú einstakt haust tilboð á Volvo Penta vélbúnaði og varahlutum í tengslum við sjávarútvegssýninguna Iceland Fishing EXPO 2016 sem verður haldin í Laugardalshöllinni daganna 28-30 september næstkomandi. Volvo Penta tilboðið verður í boði fram að lokadegi sýningar og hvetjum við því áhugasama að ganga frá pöntunum nú í september. Hafðu samband í síma 515 7067 eða  869 7537 við Guðmund Gísla eða kíktu í kaffi til okkar að Bíldshöfða 6. Jafnframt er hægt að setja sig í samband við þjónustuaðila okkar um allt land. Smellið hér til að sjá lista yfir þjónustuaðila Brimborgar á landbyggðinni.

Brimborg verður með glæsilegan Volvo Penta sýningarbás í höll B nr.32. Við munum m.a. sýna Volvo Penta vélbúnað og margt fleira áhugavert er tengist Volvo Penta. Söluráðgjafar okkar á Volvo Penta vélbúnaði, varahlutum og þjónustu verða sýningargestum til halds og trausts. Sýningargestum verður boðið að taka þátt í happadrætti hjá okkur og verða dregnir út vinningar í lok sýningarinnar. Það er til mikils að vinna. Láttu sjá þig á Volvo Penta básnum. Við hlökkum til að fá þig í heimsókn.