Veltir er umboðsaðili fyrir Volvo Penta bátavélar, m.a. Volvo Penta hældrifsvélar, Volvo Penta IPS, Volvo Penta gírvélar og vélar fyrir seglskútur ásamt að vera umboðsaðili fyrir rafstöðvar og ljósavélar á Volvo Penta Íslandi. Veltir býður uppítöku á eldri Volvo Penta bátavél upp í kaup á nýrri vél og gerir fast verðtilboð í niðursetningu á bátavélum. Veltir býður einnig notaðar bátavélar til sölu og veitir framúrskarandi þjónustu á Volvo Penta verkstæði Veltis. Volvo Penta varahlutir fást hjá Velti á hagstæðu verði og í miklu úrvali á lager. Íslenskar bátasmiðjur bjóða Volvo Penta í báta sína og vinna nái með sérfræðingum Veltis að vali á hagkvæmustu vélargerðinni fyrir hvern og einn bát. Ertu með bát til sölu? Þá hjálpum við þér að finna kaupanda.
VELTIR Á ÍSLENSKU SJÁVARÚTVEGSSÝNINGUNNI
Veltir, atvinnutækjasvið Brimborgar, var með glæsilegan Volvo Penta bás á Íslensku sjávarútvegssýningunni í Smáranum 13.-15. September síðastliðinn. Á básnum voru tvær glæsilegar bátavélar og kynnning á stórglæsilegu sérhönnuðu nýju húsnæði Veltis að Hádegismóum.
Glæsilegt nýtt húsnæði atvinnutækjasviðs
Volvo atvinnutækjasvið Brimborgar flytur í nýtt, glæsilegt húsnæði að Hádegismóum 8 um áramót undir nýju nafni VELTIR. Til framtíðar er byggingunni ætlað að styðja við öfluga uppbyggingu atvinnutækjasviðs og gera hana að eftirsóknarverðasta vinnustaðnum í greininni með framúrskarandi aðstöðu og athafnarými til að veita traustum viðskiptavinum framúrskarandi þjónustu, en allt aðgengi er sérhannað með þarfir starfsmanna, sem og viðskiptavina í huga. Það er um að gera að fylgjast með Facebook síðu Volvo atvinnutækja þar sem settar verðar inn myndir og frásagnir af gangi máli að Hádegismóum.
Volvo Penta bátavélar
Á sýningunni voru tvær glæsilegar Volvo Penta bátavélar. Bátavélar frá Volvo Penta eru í ótvíræðri forystu þegar kemur að vali á bátavélum og skipavélum. Við bjóðum breiða línu bátavéla sem henta margvíslegum gerðum og stærðum báta tryggir hagkvæmasta valið og heildarlausnir samkvæmt þörfum notenda. Brimborg tryggir auk þess með öflugu þjónustuneti nauðsynlega þjónustu hér á landi með alhliða verkstæðis- og varahlutaþjónustu fyrir Volvo Penta bátavélar.
Takk fyrir komuna
Margt var um manninn á sýningunni og við þökkum öllum þeim fjölmörgu sem komu á sýninguna.