Volvo atvinnutækjasvið Brimborgar heldur stórsýningu

              Volvo atvinnutækjasýning

Á laugardaginn 28. mars milli kl. 12-16 verður stórsýning hjá Volvo atvinnutækjum á atvinnutækjaverkstæði Brimborgar við Bíldshöfða 6, 110 Reykjavík.

Á sýningunni verða Volvo vörubílar, Volvo rútur, Volvo vinnuvélar og Volvo Penta bátavélar. Þar að auki verður hægt að skoða lagfært og endurhannað verkstæði Volvo atvinnutækja hjá Brimborg. Einnig verður hægt að reynsluaka Volvo FH 6x4T 500 hestafla dráttarbíl með I-Shift Dual Clutch gírkassa og Volvo Dynamic Steering.

Flaggskip Volvo Bus – Volvo 9900 rúta

Meðal þeirra tækja sem verða á sýningunni er stórglæsileg VIP 48 sæta Volvo 9900 rúta, Volvo FH16 vörubíll, Volvo FMX vörubíll, Volvo FH vörubíll og Volvo EC 140 DL beltavél svo eitthvað sé nefnt.

Reynsluakstur í boði

Við hvetjum áhugasama til að koma og prófa Volvo FH 6x4T 500 hestafla dráttarbíl með I-Shift Dual Clutch gírkassa og Volvo Dynamic Steering milli kl. 12 og 16 á laugardaginn.

Nýjar heimasíður

Volvo atvinnutækjasvið Brimborgar hefur unnið að því undanfarið að setja upp nýjar heimasíður. Endilega skoðið glæsilegar heimasíður Volvo vörubíla á Íslandi, Volvo Penta á Íslandi, Volvo Bus á Íslandi og Volvo vinnuvéla á Íslandi.

Áhugaverðir tenglar:

Volvo Trucks – The Casino

Volvo Trucks – The epic split feat. Van Damme

Volvo Trucks – The Hamster Stunt: Charlie the Hero

Volvo Trucks – The new Volvo FMX has 300 mm of ground clearance

Volvo Penta - The Amazing Forward Drive

Volvo Penta - Volvo Penta IPS at work

 

Kíktu við - hlökkum til að sjá þig.