Volvo atvinnutækjasýning um síðustu helgi

Volvo atvinnutækjasýning hjá Brimborg fór fram um síðustu helgi daganna 27 og 28 mars. Var mjög vel mætt og ber að þakka öllum þeim aðilum sem sáu sér fært að mæta fyrir komuna til okkar. Á sýningunni voru eftirfarandi Volvo atvinnutæki sem voru afhent formlega:

  • Volvo FH16 750 hö 6x4T dráttarbíll sem var afhentur Ragnar & Ásgeir ehf
  • Volvo FMX 450 hö 6x2R vörubifreið sem verður með krókheysi til Gámaþjónustunnar ehf
  • Volvo EC140 DL beltagrafa sem Orkuver ehf, eru að fá afhenta.
  • Volvo EC300 DL beltagrafa sem LNS Saga ehf fengu formlega afhenta.
  • Volvo 9500 4x2 13m 57 sæta hópferðabifreið og Volvo 9500 12,3m 51 sæta hópferðabifreið sem Hópbílar hf, fá afhenta á næstu dögum.

Einning voru til sýnis:

  • Volvo 9900 6x2 13,8 48 sæta VIP hópferðabifreið. Flaggskipið frá Volvo Bus með 11 lítra vél 460 hö.
  • Volvo FH 6x4T 500 hö sem SSG ehf, fengu afhenta fyrir nokkru síðan. Fyrst Volvo FH dráttarbíllinn sem kemur með I-Shift Dual Clutch skiptingunni.
  • Volvo FH16 6x4T 650 hö sem Fljótavík ehf, fékk afhentan fyrr í vetur.
  • Volvo Penta D4 225 hö hældrifsvél ásamt TAMD 74 notaðri uppgerðri Volvo Penta bátavél.

Á laugardeginum var talsverður straumur af fólki til okkar og þá gafst mönnum tækifæri til þess að reynsluaka Volvo FH 500 hö 6x4T dráttarbíl í eigu SSG ehf með I-Shift Dual Clutch gírkassa og Volvo Dynamic Steering. Var Volvo FH vörubifreiðin í reynsluakstri allan þann tíma sem sýningin var opin milli kl.12.00 og 16.00. Ökumenn voru sammála um að hér séu á ferðinni frábærar nýjungar í hönnun vörubifreiða. Ber að þakka SSG ehf, fyrir lánið á Volvo FH í reynsluaksturinn.

Viljum við óska þeim aðilum sem fengu Volvo atvinnutæki afhent með formlegum hætti á sýningunni hjartanlega til hamingjum með tækin og bjóðum nýja Volvo atvinnutækja eigendur velkomna í Volvo atvinnutækja fjölskylduna.

Hér er hlekkur inn á facebook síðu Volvo atvinnutækja þar sem hægt er að sjá fleiri myndir. Smellið hér.