Veltir er umboðsaðili fyrir Volvo Penta bátavélar, m.a. Volvo Penta hældrifsvélar, Volvo Penta IPS, Volvo Penta gírvélar og vélar fyrir seglskútur ásamt að vera umboðsaðili fyrir rafstöðvar og ljósavélar á Volvo Penta Íslandi. Veltir býður uppítöku á eldri Volvo Penta bátavél upp í kaup á nýrri vél og gerir fast verðtilboð í niðursetningu á bátavélum. Veltir býður einnig notaðar bátavélar til sölu og veitir framúrskarandi þjónustu á Volvo Penta verkstæði Veltis. Volvo Penta varahlutir fást hjá Velti á hagstæðu verði og í miklu úrvali á lager. Íslenskar bátasmiðjur bjóða Volvo Penta í báta sína og vinna nái með sérfræðingum Veltis að vali á hagkvæmustu vélargerðinni fyrir hvern og einn bát. Ertu með bát til sölu? Þá hjálpum við þér að finna kaupanda.
Tæknilegar upplýsingar
Tæknilegar upplýsingar
Veltir veitir tæknilegar upplýsingar til eigenda og þjónustuaðila vegna Volvo Penta vélbúnaðar. Gjaldið sem tekið er fyrir þessa þjónustu fer eftir þeim tíma sem fer í að afla upplýsinganna og gjaldskrá verkstæðis á hverjum tíma auk virðisaukaskatts. Þjónusta þessi er innifalin í þjónustusamningum.
Hafðu samband við sérfræðinga okkar um Volvo Penta vélbúnaðar með því að senda okkur fyrirspurn með ósk um tæknilegar upplýsingar eða hringja í 510 9142